Upplýsingar
Koma í hús
Lyklar
- Lyklabox eru á öllum húsum og koma númer fram á leigusamningi.
Koma farangri í hús
- Aka má að húsi til að losa farangur en síðan skal færa bílinn og geyma hann á bílastæði.
Tuskur
- Við komu má finna á eldhúsborðinu taupoka með tuskum og moppu.
Upplýsingamappa
- Endilega kynnið ykkur upplýsingamöppu sem finna má á eldhúsborðinu.
- Ef eitthvað er athugavert við komu í hús vinsamlegast hafið þá samband við vaktsíma umsjónarmanns.
Heiti potturinn
- Heitur pottur er við öll hús á svæðinu og á hann að vera tilbúinn við komu.
- Lokið pottinum eftir notkun.
- Við brottför á hann að vera tilbúinn til notkunar fyrir næsta leigutaka.
Umgengnisreglur
Reykingar/veip
- Bannað er að reykja eða veipa í öllum húsunum á svæðinu.
Gælydýr
- Öll gæludýr eru bönnuð á orlofssvæðinu.
Háreysti
- Þar sem húsin standa þétt saman er fólk beðið um að taka tillit til nágranna varðandi hávaða.
- Kyrrð á að vera á svæðinu eftir miðnætti.
Ferðavagnar, húsbílar og tjöld
- Ekki er leyfilegt að tjalda eða vera með ferðavagna/húsbíla við húsin.
- Heimilt er að vera með ferðavagna á vissum svæðum í samráði við umsjónarmenn. ATH! ekki er boðið upp á rafmagn.
Klósettið er ekki ruslafata!
Brottför
Frágangur - hús, grill og heiti potturinn
- Skila þarf húsi hreinu og tilbúnu til notkunar fyrir næsta orlofsgest, í síðasta lagi kl 12:00 á brottfarardegi. Þetta á einnig við um grillið og heita pottinn.
- Á veturna er heimilt að vera í húsi til kl. 17:00 ef brottför er á sunnudegi.
- Ef eitthvað er að má finna blað í upplýsingamöppu sem hægt að skrifa á athugasemdir til umsjónarmanns.
- ATH! ef þrif við brottför er ábótavant verður innheimt óþrifagjald hjá leigutaka. Að lágmarki kr. 15.000.
Lyklar
- Muna að setja lykil í lyklabox við brottför og rugla númerinu á boxinu!
Tuskur
- Skila á taupoka með óhreinum tuskum í körfu í forstofu í kjarnahúsi við brottför.
Sorp
- Sorpgámar fyrir almennt heimilissorp og pappír eru á bílaplani við húsin.
- Ekki geyma rusl utandyra, það getur freistað dýra.
Flöskur og dósir
- Tunnur fyrir einnota drykkjarílát eru við sorpgámana - ekki setja rusl í þær tunnur.
Neyðartilfelli
Ef veikindi eða slys ber að þarf að hringja í Neyðarnúmerið 112. Einnig er hægt að fá aðstoð læknavaktarinnar í síma 1700 og hafa samband við umsjónarmann, símanúmer hans má finna á forsíðu upplýsingamöppunar.