Vetrarleiga - gott að hafa í huga

Nú þegar sumarleigum er lokið og haustið minnir á sig, með allri sinni fegurð, er vert að minna á að flest félög úthluta sjálf allt árið. Því er um að gera að fara inn á orlofssíðu ykkar félags til að bóka. Við sjáum þó um útleigu fyrir nokkur félög yfir vetrartímann, þær bókanir fara í gegnum netfangið okkar illugastadir@simnet.is eða í síma 4626199 einig er hægt að vera í sambandi við okkur í gegnum heimasíðuna okkar www.illugastadir.is þar er að finna myndir og upplýsingar um staðinn.
Einnig er vert að minna á salinn góða sem hægt er að fá leigðan fyrir hin ýmsu tilefni 🙂